Saturday, June 12, 2010

Jæja það er allt alveg rosalega gott að frétta af okkur hérna í Milano fyrir utan þennan svakalega hita! Við erum þó rosalega heppin að íbúðin okkar er með yndislega loftkælingu.
Ég skráði mig í ítölskunám næstu 8 vikurnar í Scuola Leonardo da Vinci, ég mun því vera þar alla virka morgna frá kl 09:00-12:15 þangað til við komum heim til íslands. Ég er alveg rosalega ánægð eftir fyrstu vikuna og hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. :)
Sindri og Hanna eru svo að koma til okkar 21-28 júní. Það verður nú aldeilis gaman að hitta þau og hafa það notalegt saman!
Læt með nokkrar myndir frá síðustu helgi, en við fórum í sænska leiki með nokkrum krökkum úr skólanum mínum.




Læt þetta duga í bili.
KV. KS

Sunday, May 23, 2010

INTER EVRÓPUMEISTARAR
Það var aldeilis fjör hérna í Milano í gær! Allt alveg vitlaust fram eftir nóttu því Inter vann Munchen 2-0 í meistaradeild Evrópu
Við fórum nokkur í gær á Duomo torgið til að fylgjast með leiknum sem var sýndur á stórum skjá. Það var allt vitlaust þar svo ég og Vala vorum ekki lengi að færa okkur yfir á næsta bar en strákarnir voru eftir . Þetta var ekkert smá skemmtilegur leikur og alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa svona svakalega stemmningu.
Set eina mynd með til að sýna hversu margir voru þarna!
KS

Friday, May 21, 2010

Þá er búið að kaupa farið heim til Íslands í sumar! Við stoppum heldur betur lengi, frá 26 júlí til 22 sept. Ég er í svo rosalega góðu fríi í skólanum sem kemur sér mjög vel því það er nóg að stússast fyrir HAF by Hafsteinn Juliusson í sumar.
Stefnan er svo tekin til London 22 sept. á 100% Design. Það verður nú ekki amalegt og erum við því bara orðin mjög spennt fyrir "sumarfríinu".
Af okkur er annars bara allt gott að frétta. Ég á bara 1 próf eftir og 2 verkefnaskil! Víjj.. Verður bara æðislegt að klára þetta. Þessi helgi mun því fara í það að læra undir History of Arcitecture próf sem er 27 maí og svo er P3 verkefnaskil 28! Það er auðvitað alltaf jafn mikið að gera hjá Hafsteini bæði hjá Diego og að vinna í sínu eigin dóti.
Hafsteinn & Una á Úthlutuninni
Hafsteinn var síðan svo rosalega heppinn að fá styrk frá Hönnunarsjóði Auroru sem var úthlutað núna á miðvikudaginn! Bara alveg æðislegt og kemur sér svo vel til að kynna og koma vörunum hans áfram. Við Hafsteinn vorum auðvitað með í partýinu á skype!

Læt þetta duga í bili.
Kveðja út blíðunni
KS

Wednesday, April 28, 2010

SUMAR Í MILANO

Þá erum við komin með internetnið og get ég því farið að blogga aftur! Eða allavega segja frá því helsta sem við erum að gera.
Það er nú alveg rosalega margt búið að gerast hjá okkur. Erum flutt í nýja íbúð og erum alveg þvílíkt ánægð með það. Tók nú reyndar sinn tíma að fá internetið í íbúðina eða um 3 mánuði. Náttúruelga ekki hægt! En kunnum því auðvitað að meta það mun betur.

Salone var í síðustu viku og Hafsteinn var að sýna napbook, slim chips & Growing Jewellery í Kartell showroominu ásamt félaga sínum honum Gio Tirotto. Það var alveg þvílikt stuð í opnunarpartýinu og troðið út að dyrum. Sýningin gékk rosalega vel og Hafsteinn er búinn að fá mikla umfjöllun eftir hana.

Það er sko aldeilis komið sumar hérna í Milano.. Búið að vera um 26 stig og sól! Og við erum auðvitað að elska það!!! Yndislegt að geta komið við í garðinum eftir skóla/vinnu og setjast í smá stund og njóta þess!
Maí mánuður er að fara að vera rosalega busy hjá mér, próf og verkenfaskil í hverri viku. Það verður aldeilis gott að klára þetta. Júní mánuður er svo hins vegar rólegri, eða þá er ég í rauninni búin með alla kúrsana nema einn sem er lokaverkefnið og við þurfum að skila því 7 júlí. Við stefnum því að koma heim í lok júlí - byrjun ágúst og vera heima í svona ca 5-6 vikur.
Það væri nú líka gaman að vita ef það er einhver er að lesa bloggið ennþá haha! Er svo skelfilega löt við þetta svo það eru örugglega allir búnir að gefast upp.
Læt þetta duga í bili, hérna koma nokkrar myndir frá síðustu vikum.
Buona notte,
KS
Hafsteinn útí í blíðunni í Mars
...
HOME STREET HOME - Sýningin
Ég & Gio Tirotto
Hafsteinn, eigandinn af Kartell búðinni & Gio Tirotto
Kartell búðin & uppáhalds fatabúðin okkar WOK! Þar er verið að selja hringana & hálsmenin hans Hafsteins
Hafsteinn & Gio Tirotto á Salone
Ég & Sonja á Salone sýningu sem Hafsteinn setti upp og hannaði fyrir Diego!
KV.
KS



Thursday, January 7, 2010

Gleðilegt nýtt ár - og takk fyrir það gamla!!

Jæja nú jæja! Það er sko aldeilis mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. En hérna kemur smá uppfærsla frá því helsta:

Harpa og Danni komu til okkar 5 júli & stoppuðu í 4 daga. Það var ekkert smá skemmtilegur tími sem við áttum saman í að elda & borða góðan mat, drekka vín & bjór & randa um borgina í góða veðrinu.
Andri, Linda, Ágústa Rut & Svava komu svo til okkar 18 júlí og stoppuðu í viku. Þetta var alveg yndisleg vika sem við nýttum í sundferðir, garðana, labb um borgina, að borða góðan mat & hafa það notalegt saman.
Við komum svo heim til Íslands 26 júlí & stoppuðum til 1 september. Ísland er auðvitað alltaf best & það var alveg unaðslegt að koma heim kæla sig aðeins niður & hitta fjölskyldu & vini!
Sindri Páll kom svo til okkar 1 október & stoppaði í 4 daga.. Vinirnir nutu þess mikið að labba um Milano & þræða listasöfnin, við borðuðum svo auðvitað frábæran mat eins & alltaf & höfðum það svo gott öll saman.
Í 7 október fengum við svo hressa heimsókn frá Eysteini & Gumma! Það var nú aldeilis fjör hjá okkur & komu búðirnar í Milano aldeilis vel við sögu. Þeir fóru svo heim til Íslands 12 október með tómar buddur & auka ferðatösku! :)
Eftir þetta var allt brjálað að gera í skóla & vinnu & við að pakka niður öllu því við ákváðum að skipta um íbúð.
Hérna koma nokkrar myndir:

Hafsteinn,ég,Harpa&Danni á leið á tjúttið!

Við að kæla okkur niður með ís!

Ágústa Rut Monroe :)

Hafsteinn, Sindri & ég fórum í aperativo..

Bræðurnir saman!
Læt þetta duga í bili.. Kem svo með myndir frá jólum og áramótunum fljótt!!!
KS

Friday, July 3, 2009

Vúhúú.. Jæja - þá eru Harpa og Danni að koma til okkar á sunnudaginn :) Vonum bara að það verði svona gott veður eins og er búin að vera síðustu daga! Svo koma Linda, Andri, Ágústa Rut og Svava til okkar 18 júlí.. Váá svo mikið skemmtilegt um að vera næstu daga/vikur..
- Ætla að halda áfram með verkefnið mitt svo ég geti nú notið þess að vera með Harpíel.

Sunday, June 28, 2009

..Þá eru mamma og pabbi farin eftir alveg yndislega og ógleymanlega viku! :) Enn og aftur takk fyrir okkur og þennan æðislega tíma sem við erum búin að njóta saman <3 Hérna koma nokkrar myndir frá ferðinni.

Fyrsta kvöldið - Pizza pizza :)

Á leið í bæinn

Cinque Terre

Bílinn sem við tókum á leigu ;) Híhí..

Cinque Terra - Monterosso

...


Fórum á uppáhalds staðinn/barinn okkar Haffa!

Mamma og pabbi sætust!!

Bakaríið okkar! :)

Á röltinu í hverfinu okkar.

Síðasta kvöldið - kjúllaréttur :)
Takk fyrir samveruna :) **
Ciao,
Karitas